Hversu oft í Íslenskri jeppamenningu gerist það að "eitthvað komi uppá" eitthvað eins og að það gleymdist að herða á boltunum aftur eftir 50km, svona rétt eftir að 44" dekkin voru sett undir, og núna situru uppá jökli með felgugötin kjöguð og allir boltarnir nema tveir týndir
Eða brotið þetta og brotið hitt, mótorinn stopp og bíllin þarf að komast í bæinn, illa rifið dekk og enginn með auka. " Who can you call? "
Iceland Events bjargar þér i svona tilfellum, þú hringir í okkur og við sendum okkar bestu menn þér til aðstoðar .
Hverning förum við að þessu?
þegar stórt er spurt er alltaf skemmtilegt að svara. Innan okkar raða eru ýmsir reynsluboltar í greinini, við búum yfir töluverðum lager dekkja, felgna og fl.
Auk þess hugsum við út fyrir kassan og þar sem við þurfum dags daglega að finna lausnir á hinum ýmsu hlutum, við finnum lausn á því vandamáli sem kemur upp hverju sinni.
Þó viðurkennum við að sumar aðstæður gætu gert okkur ókleift um björgun, varahlutir sem væru nauðsinlegir finnast ekki á landinu eða ýmsar breytur sem myndu gera okkur ómögulegt að sinna verkefninu, auk þess eru tímar eins og Páskar, hvítasunnuhelgin og aðrir skemmtidagar, tími þar sem allir starfsmenn okkar gætu verið uppteknir að sinna verkefnum og því ekki svigrúm til að sinna fleirri neyðartilfellum.
En við gerum okkar besta að sinna öllu, það kostar ekkert nema símtalið að hringja og athuga, settu númerið okkar inn í símann þinn og þá ertu með okkur undir koddanum.
Það er gott að eiga vini eins og okkur.