Neyðarþjónusta fyrir leiktækjamenn

neyðarþj f leiktæki 2Er sleðinn stopp uppá jökli, jet skiið rekið uppí fjöru á Hornströndum, fjórhjólið með sprungið dekk eða fastan mótor?

Hvað sem málið er þá er ekkert ömulegra en að fá bilun þegar það er verið að leika sér á græjunum, dagarnir sem maður fær til að leika sér eru mikilvægir þar sem það er ekki oft sem maður fær tækifæri til þess og þegar tækifærin gefast þá vill maður nýta þau í botn.

Við bjóðum tækjaóðum mönnum uppá þá þjónustu að bili hjá þeim hafi þeir um þrennt að velja.

1) Við komum á staðinn ASAP með annað tæki sem þú leigir af okkur hvort sem það er sleði, jet ski, fjórhjól mótorhjól eða hvað sem þú ákveður, við tökum svo græjuna þína til baka komum henni á verkstæði af þínu vali og í viðgerðar ferli.

2) Við komum á staðinn ASAP með viðgerðarmann, varahluti og annað sem þarf til að koma græjuni aftur í leikinn. Ath í sumum tilfellum er ómögulegt að bilanagreina eða varahlutir ekki til.

3) Við sækjum græjuna þína hvar á land sem er og komum henni á þann stað sem þú kýst, hvort sem það er verkstæði eða þitt eigið geymslusvæði.

ATH: Í sumum tilfellum er ekki hægt að gefa upp endanlegan kostnað en starfsmaður lætur viðskiptavin vita í þeim tilfellum áður en lagt er í kostnað. Í öllum tilfellum verða viðskiptavinir að hafa gilt kreditkort.

Fixed right-sidebar
Iceland Tour