Parasail fallhlíf fyrir báta

parasail 004Ef þú ert með bátinn þá erum við með eitt mesta adrenalíntæki vatnasportsins, og ef þú átt ekki bátin þá getum við leigt þér hann.

Fallhlífin er með vindu sem er fest við bátinn og er svo látin síga rólega út, vindan er rafmagnsknúin svo hún fer ekki hratt út auk þess er öryggislína fest annarstaðar í bátinn svo allt sé tryggt.

Belti og sæti eru fyrir farþegan sem strappar sig í fallhlífina og á meðan báturinn siglir rólega af stað tekur mótvindurinn í fallhlífina og þrýstir henni upp.

ATH: Parasail er einungis leigt með starfsmanni frá Iceland Events sem sér um alla framkvæmd frá A til Ö til að tryggja öryggi.

     1 Dagur: 105,900 kr
     Helgarleiga: 210,900 kr
     Vikuleiga: 450,000kr

Fixed right-sidebar
Iceland Tour