Blautbúningar / Þurrbúningar

Þurr og blautbún 2Í öllu vatnasporti á Íslandi er mikilvægt að vera í blautgalla eða þurrgalla. Það að vera í réttu græjunum skilur á milli þess að þú sért að njóta þín í vatninu eða hreinlega EKKI.

Flóknara er það ekki því að þegar maður er orðinn kaldur inn að beini er ekkert gaman að leika sér lengur, leikurinn verður mun lengri og ánæjulegri ef þú getur buslað í sjó og vatni án þess að finna hið minnsta fyrir kulda.

Endalausir möguleikar eru í vatninu þegar þú finnur ekki fyrir kulda sem heftir hreyfingar og dregur úr þér þrótt, vertu í galla og með björgunarvesti og þú endist fram á kvöld í vatninu.

Iceland Events býður uppá barnagalla, fullorðins og fyrir risa..! Frábær leið að kynnast íslenskum vötnum, sjó og hinu ýmsu vatnasporti hér á Íslandi.

Björgunarvesti eru innifalin í verði með öllum göllum...

 

Fullorðinsstærðir
Blautbúningar eru frá 10,900 kr -1 Dagur.   Helgarleiga á blautbúningum er frá 17,900 kr
Þurrbúningar eru frá   22,900 kr -1 Dagur    Helgarleiga á þurrbúningum er frá   40,900 kr

Barnastærðir
Blautbúningar eru frá 6,900 kr -1 Dagur.     Helgarleiga á blautbúningum er frá 12,900 kr
Þurrbúningar eru frá   17,900 kr -1 Dagur    Helgarleiga á þurrbúningum er frá   30,900 kr

Fixed right-sidebar
Iceland Tour