Árshátíðar

Árshátíð 2

Árshátíðar eru hátíðar þar sem allt þarf að koma saman og ekkert má klikka.

Eitt kvöld þar sem allt verður að ganga upp og engin tími má fara til spillis, tónlistin má ekki vera léleg eða klikka lýsingin verður að vera góð, skemmtikraftarnir verða leggja sig fram og vera Xtra góðir, skreytingarnar verða að vera flottari en áður og ofan á allt þá verða allir að skemmta sér æðislega svo hægt sé að slúðra um þessa árshátíð fram að þeirri næstu.

Of margar árshátíðar eru haldnar án þess að krydda þær vel frá fyrra ári, koma gestum á óvart, gera smá "out of the Xtra ordinary" hafa skreytingu sem kemur á óvart og hefur ekki sést áður, leika með ýmiss þemu í skreytingum og starfsfólki, starfsfólk í strápilsum og sandölum "hæ velkomin til spánar í eitt kvöld" lýsing sem breytir öllu rýminu í allt annan stað, sem gefur tilfinninguna "veröldin hér inni er allt önnur en sú sem er úti" og skylja veröldina úti eitt gott kvöld og " get down " eins og James Brown sagði það.

Við sjáum um að allt komi saman og virki eins og flugeldar á gamlárskvöldi, kvöldinu sé skotið á loft og endi með glæsibrag!

Í samstarfi við skemmtanaráð hvers fyrirtækis, bæjarfélags, skóla eða viðskiptavinar byggjum við upp glæsilega árshátíð þar sem óskir viðskiptavina ráða. Hafðu samband við starfsfólk Hot Stuff og fáðu tilboð í árshátíðina þína.

Iceland Events vinnur í samstarfi við Showtime ENT á Íslandi

Fixed right-sidebar
Iceland Tour